Leikskólinn Goðheimar er nýr sex deilda leikskóli sem er í byggingu við Engjaland 21 á Selfossi. 6. apríl 2021 voru opnaðar þrjár deildir sem tilheyra yngri börnum leikskólans ásamt bráðabirgða lóð, listasmiðju, sal og starfsmannaaðstöðu. Deildirnar heita: Sól, Tungl og Stjarna. Sumarið 2021 verða kláraðar þrjár deildir til viðbótar sem tilheyra eldri barna deildum skólans. Deildarnar heita: Norðurljós, Regnbogi og Sólstafir.
Markmið leikskólans Goðheima eru að stuðla að velferð og vellíðan nemenda, foreldra og starfsmanna í samvinnu við mannlíf, náttúru og umhverfi leikskólans. Leikskólinn hefur sótt um að vera skóli á grænni grein og heilsueflandi leikskóli. Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Heilsueflandi leikskóli er á vegum embættis landlæknis og er ætlað að styðja leikskóla í að vinna markvisst að heilsueflingu og gera hana að hluta af daglegu starfi leikskólans.
Dagskipulag
7:45 Leikskólinn opnar
8:30 Morgunmatur
9:00 – 11:20 Samvera, leikur og hópastarf
11:20 -12:00 Hádegismatur og hvíld
12:00 – 13:00 Hvíld og róleg stund í leikskólanum
13:00 – 14:20 Hvíld og leikur
14:20 – 15:00 Nónhressing
15:00 – 16:15 Leikur
16:15 Leikskólinn lokar