Sérkennsla

Sérkennslustjóri Goðheima:
Elín Anna Lárusdóttir| elinal@arborg.is

Í lögum um leikskóla segir að á vegum sveitarfélaga skal rekin sérfræðiþjónusta fyrir leikskóla. Í sérfræðiþjónustu felst annars vegar stuðningur við leikskólabörn og fjölskyldur þeirra og hins vegar stuðningur við starfsemi leikskóla.

Sérkennslustjóri sér um að skipuleggja sérkennsluna eftir þörfum hvers einstaklings í samvinnu við deildarstjóra. Sérkennsla getur bæði farið fram í hóp eða einstaklingslega. Einstaklingsnámskrár eru gerðar með þeim börnum sem við á. Sérkennslustjóri sér um að boða teymisfundi og halda utan um fundargerðir. Sérkennslustjóri er í samskiptum við deildarstjóra og leikskólastjóra um málefni sérkennslu.

Skólaþjónusta Árborgar

Ráðhúsinu, Austurvegi 2 | 800 Selfoss
mánudaga - föstudaga kl. 9:00 - 16:00
480 1900
skolathjonusta@arborg.is

Skólaþjónusta Árborgar er sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu. Leiðarljós skólaþjónustunnar er að þjóna fjölbreyttum þörfum barna, foreldra og starfsfólks. Þjónustan fer að mestu fram í skólunum en starfsfólkið hefur skrifstofu- og fundaraðstöðu í Ráðhúsi Árborgar. Mikil áhersla er lögð á samstarf ýmissa ráðgjafa og fagaðila sem koma að þjónustu við börnin í Árborg.

1