Söngtextar
A ram sam sam, a ram sam sam,
gúlí gúlí gúlí gúlí gúlí ram sam sam.
A ram sam sam, a ram sam sam,
gúlí gúlí gúlí gúlí gúlí ram sam sam.
Hér er ég, hér er ég,
gúlí gúlí gúlí gúlí gúlí ram sam sam.
Hér er ég, hér er ég,
gúlí gúlí gúlí gúlí gúlí ram sam sam.
Afi minn og amma mín
úti á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín
þangað vil ég fljúga.
Bangsi lúrir, bangsi lúrir
bæli sínu í.
Hann er stundum stúrinn,
stirður eftir lúrinn.
Að hann sofi, að hann sofi
enginn treystir því.
Einn og tveir og þrír, fjórir, fimm og sex,
sjö og átta og níu. Teljum upp á tíu.
:,:la-la-la-la-la-la-la-la-la-la-la-la-la-la-la-la:,:
Sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur,
miðvikudagur og fimmtudagur,
föstudagur og laugardagur
og þá er vikan búin.
Janúar, febrúar,
mars, apríl, maí, júní júlí, ágúst,
september, október,
nóvember og desember
Dúkkan hennar Dóru
var með sótt, sótt, sótt.
Hún hringdi og sagði lækni
að koma fljótt, fljótt, fljótt.
Læknirinn koma með sína tösku
og sinn hatt,
hann bankaði á hurðina
ratt, att,att, att, att.
Hann skoðaði dúkkuna
og hristi sinn haus,
hún strax skal í rúmið
og ekkert raus.
Hann skrifaði að miða hvaða
lyf hún skyldi fá.
„Ég kem aftur á morgun
ef hún er enn veik þá"
Hani, krummi, hundur, svín
hestur, mús, tittlingur.
Galar, krunkar, geltir, hrín,
gneggjar, tístir, syngur
Ein ég sit og sauma
inni í litlu húsi.
Enginn kemur að sjá mig
nema litla músin.
Hoppaðu upp og lokaðu augunum.
Bentu í austur,
bentu í vestur.
Bentu á þann sem að
þér þykir bestur.
Ein stutt, ein löng, hringur á stöng
og flokkur sem spilaði og söng.
Köttur og mús og sætt lítið hús,
Sætt lítið hús og köttur og mús.
Ein stutt, ein löng, hringur á stöng
og flokkur sem spilaði og söng.
Penni og gat og fata sem lak,
fata sem lak og penni og gat.
Ein stutt, ein löng, hringur á stöng
og flokkur sem spilaði og söng.
Lítill og mjór og feitur og stór,
feitur og stór og lítill og mjór.
Ein stutt, ein löng, hringur á stöng
og flokkur sem spilaði og söng.
Ein stutt, ein löng, hringur á stöng
og flokkur sem spilaði og söng.
Einn var að smíða ausutetur
annar hjá honum sat.
Þriðji kom og bætti´um betur
hann boraði á hana gat.
Hann boraði á hana eitt,
hann boraði á hana tvö,
hann boraði á hana þrjú og fjögur,
fimm og sex og sjö.
Ég á gamla frænku
sem heitir Ingeborg.
Við eftir henni hermum
er hún gengur niður á torg.
Og svo sveiflast fjöðrin
og fjöðrin sveiflast svo.
Og svo sveiflast fjöðrin
og fjöðrin sveiflast svo.
Ég á gamla frænku...
Og svo sveiflast hatturinn
og hatturinn sveiflast svo.
Og svo sveiflast hatturinn
og hatturinn sveiflast svo.
Ég á gamla frænku...
Og svo sveiflast sjalið
og sjalið sveiflast svo.
Og svo sveiflast sjalið
og sjalið sveiflast svo.
Ég á gamla frænku...
Og svo sveiflast karfan
og karfan sveiflast svo.
Og svo sveiflast karfan
og karfan sveiflast svo.
Ég á gamla frænku...
Og svo sveiflast pilsið
og pilsið sveiflast svo.
Og svo sveiflast pilsið
og pilsið sveiflast svo.
Ég á gamla frænku...
Og svo sveiflast frænkan
og frænkan sveiflast svo.
Og svo sveiflast frænkan
og frænkan sveiflast svo.
Ég er sko vinur þinn
Langbesti vinur þinn.
Gangi illa fyrir þér
allt á skakk og skjön
hvert sem litið er.
Þá skaltu muna vísdóms orð frá mér
að ég er vinur þinn.
Já, ég er vinur þinn.
Ég er sko vinur þinn.
Langbestivinur þinn
Þér leiðist margt.
Sama segi ég,
Já tilveran er ekki alltaf dásamleg.
Þá skaltu muna vísdóms orð frá mér
að ég er vinur þinn.
Já, ég er vinur þinn.
Það eru ýmsir vafalaust
greindari en ég.
Líka stærri en ég.
Kannski hjá engum öðrum þá vináttan
Jafn innileg á allan veg, já.
Þó líði ár og öld
mun vináttan enn við völd.
Þú færð að finna það, drengur minn,
ég er vinur þinn.
Já, ég er vinur þinn,
langbesti vinur þinn.
Þumalfingur, þumalfingur, hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Vísifingur, vísifingur, hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Langatöng, langatöng, hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Baugfingur, baugfingur, hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Litlifingur, litlifingur, hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Hægri hönd, hægri hönd, hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Vinstri hönd, vinstri hönd hvar ert þú?
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.
Fimm litlir apar sátu upp' í tré
þeir voru að stríða krókódíl,
þú nærð ekki mér.
Þá kom hann herra krókódíll
svo hægt og rólega
og ammnammnammnammnammnamm.
Fjórir litlir apar sátu.....
Þrír litlir apar sátu .....
Tveir litlir apar sátu .....
Einn litill api sat .....
Enginn lítill api situr upp í tré
En maginn á herra Krókódíl var orðinn
svooooona stór
Þumalfingur er mamma sem var mér vænst og best.
Vísifingur er pabbi sem gaf mér rauðan hest.
Langatöng er bróðir sem býr til falleg gull.
Baugfingur er systir sem prjónar sokka úr ull.
Litlifingur er barnið sem leikur sér að skel.
Litlu pínu anginn sem dafnar svo vel.
Hér er allt fólkið svo fallegt og nett.
Fimm eru á bænum ef talið er rétt.
1, 2, 3, 4, 5
Ósköp væri gaman í þessum heim,
ef öllum kæmi saman eins vel og þeim.
Nú skulum við syngja um fiskana tvo
sem ævi sína enduðu í netinu svo.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt!
Baba, búbú, baba, bú!
Baba, búbú, baba, bú!
Þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt!
Annar hét Gunnar en hinn hét Geir,
þeir voru pínulitlir báðir tveir.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt!
Baba, búbú, baba, bú! ...
Um vef sinn labbar Frú Könguló.
Um vef sinn labbar Frú Könguló.
Um vef sinn labbar Frú Könguló.
Hún ætlar að ná sér í flugu.
Fyrst nær hún sér í eina!
Svo nær hún sér í tvær!
(upp að þeim fjölda sem
börnin hafa ákveðið)
Svo labbar Frú Könguló aftur heim.
Svo labbar Frú Könguló aftur heim.
Svo labbar Frú Könguló aftur heim.
Og sefur í alla nótt
Gráðug kelling hitaði sér velling
og borðaði (namm, namm, namm)
síðan sjálf (jamm, jamm, jamm)
af honum heilan helling.
Svangur kallinn varð alveg dolfallinn
og starði svo (sko, sko, sko)
heilan dag (o, ho, ho)
ofan í tóman dallinn,
aumingja karlinn.
Göngum, göngum, göngum upp í gilið,
gljúfrabúa til að sjá.
Þar á klettasyllu svarti krummi
sínum börnum liggur hjá.
Sjáðu hestinn minn, sjáðu hestinn minn,
sjáðu hestinn minn, hann er fallegur.
Hesturinn minn hann er grænn og borðar nammi,
grænn og borðar nammi, grænn og borðar nammi.
Sjáðu hestinn minn, sjáðu hestinn minn,
sjáðu hestinn minn, hann er fallegur.
Hesturinn minn hann er rauður og með vængi,
rauður og með vængi, rauður og með vængi.
Sjáðu hestinn minn, sjáðu hestinn minn,
Sjáðu hestinn minn, hann er fallegur.
Hesturinn minn hann er blár og kann að hjóla,
blár og kann að hjóla, blár og kann að hjóla.
Hreyfa litla fingur, hreyfa litla fingur,
hreyfa litla fingur og frjósa eins og skot !
Hreyfa lítinn nebba, hreyfa lítinn nebba,
hreyfa lítinn nebba og frjósa eins og skot.
Hreyfa litla rassa, hreyfa litla rassa,
hreyfa litla rassa, og frjósa eins og skot !
(tær, tungur, augu, hendur, fætur o.s.frv.)
Nýta líka þögnina - frjósa.
Það voru:
einn og tveir og þrír indíánar
fjórir fimm og sex indíánar
sjö og átta og níu indíánar
tíu indíánar í skóginum.
Allir voru með byssu og boga
allir voru með byssu og boga
allir voru svo kátir og glaðir
þeir ætluðu að veiða björninn.
Uss, þarna heyrðu þeir eitthvað braka
uss, þarna heyrðu þeir fugla kvaka
fram kom stóri og grimmi björninn
þá hlupu þeir allir heim til sín.
Þá hlupu:
Einn og tveir og þrír indíánar
fjórir fimm og sex indíánar
sjö og átta og níu indíánar
en einn indíáninn varð eftir.
Hann var ekki hræddur við stóra björninn
Bang, hann skaut og hitti björninn,
svo tók hann af honum allan haminn
og hélt heim til hinna níu.
Þá komu:
Einn og tveir og þrír indíánar
fjórir fimm og sex indíánar
sjö og átta og níu indíánar
allir að skoða björninn
Í leikskóla er gaman
þar leika allir sman.
Leika úti og inni
og allir eru með.
Hnoða leir og lita
þið ættuð bara að vita
hvað allir eru duglegir
í leikskólanum hér.
JÖTUNHEIMAR!!!
Klukkan eitt
eta feitt.
Klukkan tvö
baula bö.
Klukkan þrjú
mjólka kú.
Klukkan fjögur
kveða bögur.
Klukkan fimm
segja bimm.
Klukkan sex
borða kex.
Klukkan sjö
segja Ö.
Klukkan átta
fara að hátta.
Klukkan níu
veiða kríu.
Klukkan tíu
kyssa píu.
Klukkan ellefu
fleyta kellingu.
Klukkan tólf
ganga um gólf
Það er krókódíll í lyftunni minni,
og ég er soldið smeyk við hann.
Það er krókódíll í lyftunni minni,
og hann getur étið mann.
O-o-ó krókódíll!!
Fööörum,
upp á 1. hæð.
Þú færð ekki að éta mig
því að það er ÉG sem ræð.
Úúúú DING!
Það er krókódíll... (2. hæð og svo frv.)
Krummi svaf í klettagjá
kaldri vetrarnóttu á,
:,: verður margt að meini, :,:
fyrr en dagur fagur rann,
freðið nefið dregur hann
:,: undan stórum steini. :,:
Allt er frosið úti gor,
ekkert fæst við ströndu mor,
:,: svengd er metti mína, :,:
ef að húsum heim ég fer,
heimafrakkur bannar mér
:,: seppi úr sorpi að tína. :,:
Öll er þakin ísi jörð,
ekki séð á holtabörð
:,: fleygir fuglar geta, :,:
en þó leiti út um mó,
auða hvergi lítur tó,
:,: hvað á hrafn að eta? :,:
Á sér krummi ýfði stél,
einnig brýndi gogginn vel,
:,: flaug úr fjallagjótum, :,:
lítur yfir byggð og bú
á bæjum fyrr en vakna hjú,
:,: veifar vængjum skjótum. :,:
Sálaður á síðu lá
sauður feitur garði hjá,
:,: fyrrum frár á velli. :,:
"Krunk, krunk, nafnar komið hér!
Krunk, krunk, því oss búin er,
:,: krás á köldu svelli. :,:
Gulur, rauður, grænn og blár,
svartur, hvítur, fjólublár.
Brúnn, bleikur, banani,
appelsína talandi.
Gulur, rauður, grænn og blár,
svartur, hvítur, fjólublár.
(Klappa með)
Lítil mús, lítil mús,
lítil hagamús.
Litil mús, lítil mús,
lítil hagamús.
Hvað gerir músin nú?
Hún flýr í bóndans bú.
Nú er úti norðanvindur,
Nú er hvítur Esjutindur.
Ef ég ætti úti kindur
Mundi´ ég láta´ þær allar inn,
Elsku besti vinur minn.
Úmb-a-rass-a, úmb-a-rass-a,
Úmb-a-rass-a-sa.
Úmb-a-rass-a, úmb-a-rass-a,
Úmb-a-rass-a-sa.
Úmb-a-rass-a-sa.
Upp er runninn öskudagur,
ákaflega skýr og fagur.
Einn með poka ekki ragur
úti vappar heims um ból.
Góðan daginn, gleðileg jól.
Úmb-a-rass-a....
Elsku besti stálagrér,
heyrirðu hvað ég segi þér:
,,Þú hefur étið úldið smér,
og dálítið af snæri,
elsku vinurinn kæri."
Úmb-a-rass-a...
Þarna sé ég fé á beit,
ei er því að leyna.
Nú er ég kominn upp í sveit
á rútunni hans Steina.
Skilur þú hvað ég meina?
Úmb-a-rass-a...
Höfði stingur undir væng,
hleypur nú á snærið.
Hún Gunna liggur undir sæng,
öll nema annað lærið.
Nú er tækifærið.
Úmb-a-rass-a...
Stóra brúin fer upp og niður,
upp og niður, upp og niður.
Stóra brúin fer upp og niður,
allan daginn.
Bílarnir aka yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Bílarnir aka yfir brúna,
allan daginn.
Skipin sigla undir brúna,
undir brúna, undir brúna.
Skipin sigla undir brúna,
allan daginn.
Flugvélarnar fljúga yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Flugvélarnar fljúga yfir brúna,
allan daginn.
Fiskarnir synda undir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Fiskarnir synda undir brúna,
allan daginn.
Fuglarnir fljúga yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Fuglarnir fljúga yfir brúna,
allan daginn.
Börnin hlaupa yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Börnin hlaupa yfir brúna,
allan daginn.
Tombai, tombai, tombai, tombai,
tombai, tombai, tombai.
Diri don, diri, don ,diri diri don.
Tralalalala, tralalalala. Tralalalala la hai.
Tveir kettir sátu uppi' á skáp,
kritte- vitte- vitt- bom- bom
og eftir mikið gón og gláp,
kritte- vitte- vitt- bom- bom.
Þá sagði annar: "kæri minn",
kritte- vitte- vitte- vitt- bom- bom "
Við skulum skoða gólfdúkinn"
kritte- vitte- vitt- bom- bom
Og litlu síðar sagði hinn:
kritte- vitte- vitt- bom- bom
"komdu aftur upp á ísskápinn",
kritte- vitte- vitt- bom- bom.
En í því glas eitt valt um koll,
kritte- vitte- vitte- vitt- bom- bom
og gerði' á gólfið mjólkurpoll,
kritte- vitte- vitt- bom- bom
Þá sagði fyrri kötturinn:
kritte- vitte- vitt- bom- bom
"Æ, heyrðu, kæri vinur minn",
kritte- vitte- vitt- bom- bom.
"við skulum hoppa niður á gólf",
kritte- vitte- vitte- vitt- bom- bom
"og lepja mjólk til klukkan tólf" ,
kritte- vitte- vitt- bom- bom
Uppi´á grænum, grænum himinháum hól,
sá ég hérahjónin ganga.
Hann með trommu
bomm, bomm, bomm, boromm, bomm, bomm,
hún með fiðlu sér við vanga.
Þá læddist að þeim ljótur byssukarl
sem miðaði í hvelli,
en hann hitti bara trommuna sem small
og þau hlupu og héldu velli.
(Hrefna Tynes þýddi)
Æ, vetrar kuldinn klípur í vangann
æ, vetrar kuldinn vondur hann er.
Ég hoppa, ég dansa, ég hleyp daginn langan,
svo vetrar kuldinn vinn´ekki á mér.
Við erum góð, góð hvort við annað,
stríðum ekki eða meiðum neinn.
Þegar við grátum huggar okkur einhver,
þerrar tár og klappar okkar kinn.
Þerrar tár og klappar okkar kinn.
Við erum vinir, við erum vinir.
Ég og þú, ég og þú.
Leikum okkur saman, leikum okkur saman.
Ég og þú, ég og þú.
Þú skalt klappa ef þú hefur létta lund.
Þú skalt klappa ef þú hefur létta lund.
Þú skalt klappa allan daginn,
svo það heyrist útum bæinn.
Þú skalt klappa ef þú hefur létta lund.
:,: Þú skalt stappa...
:,: Þú skalt hóa...
:,: Þú skalt flauta...
:,: Þú skalt hlæja..
:,: Þú skalt smella...
:,: Þú skalt frussa...
:,: Þú skalt hoppa...
:,: Þú skalt gráta..
:,: Við erum söngvasveinar á leiðinni' út í
lönd :,:
leikum á flautu, á skógarhorn, á
skógarhorn,
leikum á flautu, fiðlu' og skógarhorn.
Og við skulum dansa hopsasa, hopsasa,
hopsasa,
við skulum dansa hopsasa - HOPSASA!
Ef regnið væri úr bleiku bangsagúmmí
rosalegt fjör væri þá
ég halla mér aftur rek tunguna út.
e- ee-e-ee-e-ee-e-e-.(með tunguna úti)
rosalegt fjör væri þá.
Ef snjórinn væri úr sykurpúð og poppi,
rosalegt fjör væri þá.
ég halla mér aftur rek tunguna út.
e-ee-e-ee-e-ee-e-e-.(með tunguna úti)
rosalegt fjör væri þá.
Ef sólin væri á bragðið eins og sleikjó
rosalegt fjör væri þá.
ég halla mér aftur rek tunguna út.
e-ee-e-ee-e-ee-e-e-.(með tunguna úti)
rosalegt fjör væri þá
Krummi krunkar úti,
kallar á nafna sinn:
„Ég fann höfuð á hrúti
hrygg og gæruskinn."
::Komdu nú og kroppaðu með mér,
krummi nafni minn.::
Er þetta penni? - nei þetta er enni.
Er þetta Kaka? -nei þetta er haka.
Er þetta Stebbi? -nei þetta er nebbi.
Er þetta Unnur? -nei þetta er munnur.
Er þetta tár? -nei þetta er hár.
Er þetta lunga? -nei þetta er tunga.
Er þetta skinn? -nei þetta er kinn.
Er þetta -önd? -nei þetta er hönd.
Er þetta slingur? -nei þetta er fingur.
Er þetta hagi? -nei þetta er magi.
Eru þetta skæri? -nei þetta eru læri.
Er þetta tré? -nei þetta er hné
Er þetta gil? -nei þetta er il.
Er þetta ká? -nei þetta er tá.
Er þetta skass? -nei þetta er rass.