Deildarstjórar og stjórnendur leikskólans fóru nýverið í heimsókn á leikskólann Rauðhól í Norðlingaholti. Þar er markvisst unnið út frá hugmyndafræði hæglætis og flæðandi hugsunar, þar sem virðing fyrir þörfum og áhuga barna er í forgrunni.
Mikil áhersla er lögð á virka þátttöku barna í daglegu starfi, sjálfstæði þeirra og tækifæri til að fylgja eigin áhuga í leik og starfi. Umhverfið er skipulagt þannig að það styðji við flæði í leik, dýpri einbeitingu og vellíðan barna, þar sem þau fá tíma og rými til að kanna, skapa og læra á sínum eigin forsendum.
Heimsóknin var bæði skemmtileg og fróðleg. Það er alltaf gaman að skoða aðra leikskóla og er dýrmætt í stöðugri þróun leikskólastarfsins.


