Nú hafa elstu börn leikskólans farið í vettvangsferð á lögreglu og slökkvistöðina hér á Selfossi. Það gekk rosalega vel. Á leiðinni gengum við í logni, snjóhríð, roki og sól. Börnin svo miklir snillingar sem létu veðrið alls ekki stoppa sig. Á lgreglustöðinni fengu þau fræðslu um öryggi, skoða hvað lögreglan er með í einkenningsbúning sínum, skoða og prufa löggubílinn og einnig var hægt að lita myndir. Á slökkvistöðinni fengu þau að skoða ýmis farartæki, slökkviliðsbíl, buggybíl, rútu og fleira.