Fatahólfin
Þar sem leikskólinn er vinnustaður barnanna ykkar er gott að vera í þægilegum vinnufötum sem sjá má á eftir í leik og starfi leikskólans
Fatakarfan
Inni á deildum eru leikskólakörfur sem ætlaðar eru til þess að geyma aukaföt nemenda.
Listi yfir aukaföt sem gott er að geyma í leikskólakörfunum
- Nærföt
- Sokkar
- Gammósíur/sokkabuxur
- Bolur
- Peysa
- Buxur
Lögð er mikil áhersla á að börnin þjálfist sem best í að klæða sig sjálf og taki sem mesta ábyrgð á sínum eigin fatnaði eftir aldri og þroska. Gerið ekki athugasemd þótt eitthvað snúi öfugt þegar barnið kemur heim, það er frumkvæði barnsins ykkar og aukin færni sem skiptir máli.
Útiföt
Það er nauðsynlegt að hafa með sér hlífðarfatnað eftir veðri og góðan skóbúnað því farið er út á hverjum degi.
Listi yfir nauðsinlegan útfatnað
- Hlý peysa
- Hlýjar buxur
- Kuldagalli
- Regnföt
- Úlpa
- Húfa
- Vettlingar
- Ullasokkar
- Gott er að hafa auka húfu og aukapör af vettlingum og ullarsokkum.
- Stígvél og kuldaskór
Nauðsynlegt er að merkja fatnað og skótau barnanna svo allt rati á sinn stað.
Foreldrar eiga að fylgjast með hvað vantar í körfuna og fylla á eftir þörfum. Lítið í hólf barnsins daglega og athugið hvort föt barnsins eru á sínum stað, takið blaut föt heim og bætið við aukafötum ef þarf.
Leikskólinn lánar ekki fatnað.
Á föstudögum ber að tæma hólfið og taka allt með heim nema það sem er í körfunni.
Foreldrum er bent á að vegna plássleysis er ekki hægt að geyma töskur í hólfum barnanna yfir vikuna. Fatahólfin eru á ábyrgð foreldra.